Dagur undirstrikar yfirburðina

Dagur Sigurðsson hefur sannað sig sem afar fær þjálfari og …
Dagur Sigurðsson hefur sannað sig sem afar fær þjálfari og fær það hlutverk ef að líkum lætur að stýra þýska landsliðinu næstu árin mbl.is/Golli

Hverju er maður stoltastur af sem Íslendingur? Jú, ætli það sé ekki helst náttúran okkar, kannski Laxness og Sigur Rós, en ekki hvað síst handknattleiksþjálfararnir okkar.

Það virðist ekkert lát ætla að verða á landvinningum íslenskra handknattleiksþjálfara. Þjóðarstoltið fer í hæstu hæðir þegar maður hugsar til þess hvað Alfreð Gíslason hefur afrekað, og þeir Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson hafa einnig stimplað sig inn á meðal albestu þjálfara heims.

Guðmundur skipar auðvitað sérstakan sess í huga manns eftir árangur sinn með íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn landsliðsþjálfari Danmerkur, silfurliðs síðasta EM og HM. Þegar þetta er skrifað er svo ljóst að Dagur Sigurðsson mun taka við landsliði stærstu handboltaþjóðar heims (eins og IHF hefur jú undirstrikað með sínum vafasömu aðgerðum), Þýskalands.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsions í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert