Füchse leyfir Degi að stýra landsliðinu

Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlín, og Bob Hanning, framkvæmdastjóri félagsins.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlín, og Bob Hanning, framkvæmdastjóri félagsins. Ljósmynd/Twitter

Frank Steffelbauer forseti þýska handboltaliðsins Füchse Berlín tilkynnti forseta DHB, þýska handknattleikssambandsins, Bernd Bauer í dag um þá ákvörðun Füchse Berlín að samþykkja að Dagur Sigurðsson taki við þýska landsliðinu, en þjálfi samhliða Füchse Berlín fram á næsta vor.

„Síðdegis í dag tilkynnti ég Bernard Bauer forseta DHB að Füchse Berlín hefði samþykkt að leysa Dag Sigurðsson undan samningi sínum við félagið 1. júlí 2015, og hann muni þjálfa Füchse Berlín samhliða þjálfun þýska landsliðsins fram að því. Þetta tilkynnti ég Bauer með miklum trega,“ er haft eftir Steffelbauer í þýskum fjölmiðlum í dag.

Búast má við því að Dagur verði formlega kynntur sem landsliðsþjálfari Þýskalands á blaðamannafundi á þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert