Jafntefli gegn Svíum á EM

Frá viðureign Íslendinga og Svía.
Frá viðureign Íslendinga og Svía. Ljósmynd/eurohandballpoland2014

Strákarnir í U-18 ára landsliðinu í handknattleik gerðu jafntefli, 24:24, við Svía í öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM sem haldið er í Gdansk í Póllandi.

Íslendingar voru tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:12, en Svíum tókst að jafna metin í síðari hálfleik sem var jafn og spennandi. Jöfnunarmark Svía kom úr vítakasti þegar 7 sekúndur voru til leiksloka.

Mörk Íslands: Ómar Magnússon 7, Egill Magnússon7, Birkir Benediktsson3, Óðinn Ríkharðsson  3, Arnar Freyr Arnarson 2, Henrik Bjarnason1, Leonharð Harðarson1.

Ísland er með 3 stig eins og Svíþjóð og eru þjóðirnar í toppsætum A-riðils en 16 þjóðir taka þátt í mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert