Ísland lagði Makedóníu á EM

Frá viðureign Íslendinga og Makedóníumanna í dag.
Frá viðureign Íslendinga og Makedóníumanna í dag. Ljósmynd/eurohandballpoland2014

Íslenska U18 ára landslið karla í handknattleik vann í dag sigur á Makedóníumönnum, 26:25, á Evrópumótinu sem stendur yfir í Gdansk í Póllandi.

Íslenska liðið tekur nú þátt í keppninni um sæti 9-16 og hafa íslensku strákarnir unnið tvo fyrstu leiki sína þar en í gær höfðu þeir betur á móti Rússum, 40:36..

Nú er ljóst að Ísland mun keppa um sæti 9-12 á mótinu. Næsti leikur verður á föstudag á móti annað hvort Hvíta-Rússlandi eða Rúmeníu. Sigurvegarinn í þeim leik mun tryggja sér sæti á HM í Rússlandi á næsta ári, þar sem 10 efstu þjóðirnar fá þátttökurétt þar.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert