Aron lyfti Ofurbikarnum með Kolding

Aron Kristjánsson er að gera góða hluti með Kolding.
Aron Kristjánsson er að gera góða hluti með Kolding. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik og þjálfari KIF Kolding í Danmörku, stýrði liði sínu til sigurs í leik um Ofurbikarinn í kvöld þar sem mótherjinn var lið Álaborgar.

Kolding var með fjögurra marka forystu í hálfleik, 11:7, en þegar yfir lauk munaði einu marki á liðunum, lokatölur 17:16, en leikið var fyrir framan um 3.800 áhorfendur í Gagantum-höllinni í Álaborg.

Aron stýrði liði Kolding til sigurs í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra eftir að hafa tekið við liðinu um mitt tímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert