Íslensku strákarnir öruggir á HM

Úr leik Íslands og Hvíta-Rússlands í dag.
Úr leik Íslands og Hvíta-Rússlands í dag. Ljós­mynd/​eurohand­ballpoland2014

Íslenska U18 ára landsliðs Íslands í handknattleik tryggði sér nú fyrir stundu sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins eftir sigur á Hvíta-Rússlandi, 32:28, á Evrópumótinu sem fram fer í Póllandi.

Staðan í hálfleik var 21:15 fyrir Ísland, en Egill Magnússon var markahæstur með átta mörk og Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö.

Sigurinn þýðir það að liðið spilar um 9.-10. sæti mótsins. Þar mætir Ísland Króatíu en efstu tíu liðin komast inn á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert