Kiel tapaði fyrsta deildarleiknum

Alfreð Gíslason og hans menn í Kiel máttu þola tap …
Alfreð Gíslason og hans menn í Kiel máttu þola tap gegn Lemgo í 1. umferð þýska handboltans. AFP

Þrátt fyrir að vera spáð öruggum sigri í þýsku 1. deild karla í  handbolta í vetur, tapaði Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar samt í dag fyrir Lemgo á útivelli í 1. umferð deildarinnar, 27:21. 

Patrick Zieker var markahæstur hjá Lemgo með 6 mörk en Filip Jicha hjá Kiel með 5 mörk. Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel í dag vegna meiðsla.

Bergishcer sigraði Bietigheim, 33:27. Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina í marki Bergischer og Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir liðið.

Þá vann Melsungen fjögurra marka útisigur á Hannover-Burgdorf, 26:22. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Hannover-Burgdorf, en Rúnar Kárason er enn að jafna sig af meiðslum og lék því ekki með liðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert