Karen og félagar unnu sterkt mót

Karen Knútsdóttir t.v. og félagar í Nice fara vel af …
Karen Knútsdóttir t.v. og félagar í Nice fara vel af stað í undirbúningsleikjum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Karen Knútsdóttir, landsliðskona í handknattleik og nýir samherjar hennar í franska 1. deildarliðinu Nice, unnu í gær sterkt æfingamót í handknattleik í Þýskalandi. Nice vann þýska meistaraliðið Thüringer HC  í hnífjöfnum úrslitaleik, 23:22. 

Franska liðið Metz hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa lagt Byåsen frá Noregi. Alls tóku sex lið þátt í mótinu en auk þeirra fjögurra sem áður er getið sendi Leverkusen og HC Dunarea Braila frá Rúmeníu lið til keppni. 

Nice vann Byåsen og HC Dunarea Braila í mótinu en tapaði fyrir Thüringer í riðlakeppninni en hefndir fyrir tapið þegar liðin mættust í úrslitaleiknum.

Karen gekk til liðs við Nice í sumar frá SönderjyskE í Danmörku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert