Fylkir vann UMSK-mótið

Sigurlið Fylkis á UMSK-mótinu sem lauk í dag.
Sigurlið Fylkis á UMSK-mótinu sem lauk í dag. Ljósmynd/Facebooksíða Fylkis

Fylkir vann HK með eins marks mun, 24:23, í úrslitaleiknum á UMSK-móti kvenna í handknattleik í Digranesi í dag. HK var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:13, en Fylkisliðið sneri leiknum sér í hag áður en yfirlauk.

Fylkir vann þar með báða leiki sína í mótinu, FH vann einn leik og tapaði einum en HK beið lægri hlut í báðum viðureignum sínum. 

Markahæsti leikmaður mótsins var Fanney Þóra Þórsdóttir úr HK með 16 mörk

Einnig var valinn leikmaður mótsins og fyrir valinu varð Patrícia Szölösi úr Fylki.

Mörk HK: Fanney Þóra Þórsdóttir 9, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Sigríður Hauksdóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1. 

Mörk Fylkis: Sigrún Birna Arnardóttir 7, Patrícia Szölösi 5, Hildur Björnsdóttir 3, Díana Kristín Sigmarsdóttir 3, Rebekka Friðriksdóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1. 

Patricia Szölösi og félagarí Fylki unnu UMSK-mótið og Szölösi var …
Patricia Szölösi og félagarí Fylki unnu UMSK-mótið og Szölösi var auk þess valin besti leikmaður mótsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert