Barcelona heimsmeistari félagsliða

Guðjón valur Sigurðsson vann HM félagsliða með Barcelona.
Guðjón valur Sigurðsson vann HM félagsliða með Barcelona. Ljósmynd/Barcelona

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í spænska liðinu Barcelona, urðu í kvöld heimsmeistarar félagsliða, þegar Barcelona bar sigur úr býtum á Al-Sadd í úrslitum keppninnar í Katar, 34:26. Börsungar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16:14.

Guðjón Valur skoraði 4 mörk í leiknum í kvöld, en Victor Tomas, Eduardo Gurbindo og Siarhei Rutenka allir 5 mörk hver.

Guðjón Valur Sigurðsson er þar með þriðji Íslendingurinn til að vinna HM félagsliða. Áður hafði Ólafur Stefánsson unnið keppnina með Ciudad Real árið 2007 og Aron Pálmarsson með Kiel árið 2011.

Þetta er annað árið í röð sem Barcelona vinnur keppnina, en í fyrra sigruðu Börsungar lið Hamburgar í úrslitum, 27:25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert