Lærisveinar Arons á toppnum

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Lærisveinar Aron Kristjánssonar í danska meistaraliðinu KIF Kolding tróna á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.

Kolding bar í dag sigurorð af Mors/Thy, 23:19, er liðið með 7 stig eftir fjórar umferðir. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Mors/Thy en Róbert Aron Hostert var ekki á meðal markaskorara.

Daníel Andrésson og félagar hans í SönderjyskE eru með 6 stig í öðru sæti en liðið hrósaði í dag sigri á móti GOG í miklum markaleik en lokatölur urðu 35:34.

Ólafur Gústafsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla en liðið gerði jafntefli gegn Skjern, 24:24.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert