Haukar úr leik þrátt fyrir sigur í Rússlandi

Árni Steinn Steinþórsson etur kappi við Astrak­h­an frá Rússlandi í …
Árni Steinn Steinþórsson etur kappi við Astrak­h­an frá Rússlandi í dag í EHF-bikarnum. Ómar Óskarsson

Haukar féllu úr leik í EHF-bikarnum í handknattleik í dag þrátt fyrir sigur á Astrakhan frá Rússlandi ytra í dag en lokatölur urðu 26:25 fyrir Hauka. Hafnarfjarðarliðið tapaði hins vegar með tveimur mörkum hér heima í síðustu viku, 29:27 og er því úr leik.

Markahæstur hjá Haukum var Árni Steinn Steinþórsson með níu mörk en Adam Haukur Bamrauk skoraði sjö. Giedreius Morkunas átti fínan leik í marki Hauka en hann varði nítján skot.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

60. Lokatölur 25:26 fyrir Hauka sem féllu úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu.

58. Staðan er 23:26. Ótrúlegt. Koma svo Haukar!

54. Staðan er 22:22. Ef fram heldur sem horfir þurfa Haukar mögulega að vinna með þremur mörkum þar sem Rússarnir sigruðu hér heima 29:27. Koma svo.

45. Enn er allt í járnum í Rússlandi. Staðan er orðin 20:19. Spennan magnast.

42. Staðan er orðin 19:18 fyrir heimamenn.

38. Staðan er 16:17. Tvö mörk frá Adam Hauki Bamrauk koma Haukunum yfir.

36. Staðan er 15:15. Allt í járnum í Rússlandi.

30 Hálfleikur og staðan er 12:12. Haukarnir eiga ágæta möguleika enn sem komið er.

25. 10-11. Rússarnir hafa sótt grimmt undanfarnar mínútur og eru búnir að minnka muninn í eitt mark!

15. Haukarnir eru yfir 6:10.

11. 6:6 Jón Þorbjörn jafnaði af línunni.

10. Staðan er 5:5 eftir jöfnunarmark frá Árna Steini Steinþórssyni.

5. Staðan er 4:2 fyrir Astrakhan þegar fimm mínútur eru liðnar.

Leikar að hefjast í Rússlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert