Stutt Evrópuævintýri

Guðni Ingvarsson með boltann í leiknum gegn Ísraelsmönnunum í gær.
Guðni Ingvarsson með boltann í leiknum gegn Ísraelsmönnunum í gær. mbl.is/Sigfús

Evrópuævintýri ÍBV var stutt en Íslandsmeistararnir mættu ísraelska liðinu Maccabi frá borginni Rishon Lezion í tveimur leikjum í Eyjum um helgina. Ísraelska liðið var nokkuð öflugt, sérstaklega í fyrri leik liðanna enda unnu þeir þá sannfærandi fimm marka sigur, 25:30. Þeir unnu einnig síðari leikinn, 25:27 og komust því áfram samanlagt 50:57.

Eyjamenn náðu sér ekki á strik í leikjunum tveimur, sérstaklega ekki í fyrri leik liðanna. Allir leikmenn Eyjaliðsins voru að spila sína fyrstu Evrópuleiki og það sást í fyrri leiknum því spennustig leikmanna var ekki ákjósanlegt. Leikmenn Maccabi eru geysilega snöggir en að sama skapi er liðið frekar lágvaxið. Leikmennirnir þekkja þó sína styrkleika og nýta hraðann vel í sínum leik. Eitt af sterkustu vopnum ÍBV á síðasta tímabili var sterk vörn og hraðaupphlaup. Leikmenn Maccabi náðu hins vegar að stöðva ansi mörg hraðaupphlaup Eyjamanna í leikjunum tveimur. Auk þess er mikil reynsla í liði Ísraelanna af Evrópukeppninni, þar sem liðið hefur leikið reglulega undanfarin ár.

Sjá nánari umfjöllun um Evrópuleiki ÍBV og Hauka í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert