Þetta var hrikalega svekkjandi

Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur Hauka í Rússlandi með 9 …
Árni Steinn Steinþórsson var markahæstur Hauka í Rússlandi með 9 mörk. mbl.is/Ómar

„Þetta var hrikalega svekkjandi. Við vorum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta var eftir. Jón Þorbjörn fékk þá tveggja mínútna brottvísun og þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk. Boltinn var síðan dæmdur af okkur og við reyndum að taka maður-á-mann en Rússarnir skoruðu síðasta markið,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður bikarmeistara Hauka, við Morgunblaðið eftir leik liðsins á móti Dinamo Astrakhan í Rússlandi í EHF-keppninni í handknattleik í gær.

Náðu fimm marka forskoti í seinni hálfleik

Haukarnir unnu eins marks sigur, 26:25, en það dugði ekki til því Rússarnir unnu fyrri leikinn á Ásvöllum og unnu einvígið samanlagt, 54:53.

Haukarnir náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en að sögn Árna Steins misstu þeir það niður fyrir eigin klaufaskap og staðan eftir fyrri hálfleikinn var jöfn, 12:12.

Í síðari hálfleik var allt í járnum. Haukar áttu góðan sprett undir lokin en Rússarnir tryggðu sér áframhaldandi þátttöku í keppninni með því að skora tvö síðustu mörkin.

Sjá nánar um Evrópuleiki Hauka og ÍBV í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert