Horfa FH-ingar of langt fram í tímann?

Ásbjörn Friðriksson stýrir sóknarleik FH-inga.
Ásbjörn Friðriksson stýrir sóknarleik FH-inga. mbl.is/Kristinn

Leikmannahópurinn sem FH hefur á að skipa í Olís-deild karla í vetur getur hæglega orðið Íslandsmeistari, það er að segja eftir nokkur ár. Hópurinn er ungur og fullur af efnilegum leikmönnum sem geta borið liðið uppi til lengri tíma litið, en spurningin er hve hátt FH-ingar geta stefnt ef aðeins er horft til keppnistímabilsins sem er að bresta á. Mannabreytingar sumarsins hafa yngt hópinn umtalsvert og nýr þjálfari er mættur í Fjörðinn, en það yrði alveg úr takti við síðustu ár ef FH ætlaði sér ekki í titilbaráttu þennan veturinn.

Gengi FH-inga var skrykkjótt á síðustu leiktíð en þeir rétt sluppu inn í fjögurra liða úrslitakeppnina með sigri í síðustu tveimur leikjum sínum, á meðan Fram tapaði sínum tveimur. FH-ingar unnu svo fyrstu tvo undanúrslitaleiki sína við Hauka og voru menn farnir að tala um áhrif Kristjáns Arasonar, sem kom inn sem aðstoðarþjálfari Einars Andra Einarssonar seint á tímabilinu, en þeir Kristján og Einar Andri stýrðu FH síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari, 2011. Lengra náðu FH-ingar þó ekki, töpuðu með eins marks mun í oddaleiknum við Hauka og fóru í sumarfrí.

Morg­un­blaðið held­ur áfram að kynna liðin í Olís-deild karla til leiks og í dag er ít­ar­leg um­fjöll­un um Val og FH í íþrótta­blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert