Jón: Engin óskastaða

„Ef ég man rétt þá var Val líka spáð deildarmeistaratitlinum í fyrra og það gekk ekki eftir. Þessi spá breytir svosem engu fyrir okkur,“ sagði Jón Kristjánsson annar þjálfara Vals, sem er spáð deildarmeistaratitlinum í Olís-deild karla í handbolta í vor, af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liða í deildinni.

Jón er nýkominn inn í þjálfarateymi Vals og verður þar með Óskari Bjarna Óskarssyni fram að áramótum hið minnsta, meðan Ólafur Stefánsson er í leyfi frá þjálfun.

„Þetta er náttúrulega breyting, og kannski ekki það sem menn hefðu viljað og engin óskastaða. En þetta er bara eitthvað sem við þurfum að takast á við og komast í gegnum. Við breytum svosem ekkert miklu á skömmum tíma, það er alveg ljóst. Þannig það sem búið var að leggja upp verður það sem verður notað til að byrja með allavega og í grunninn áfram,“ sagði Jón við mbl.is að loknum kynningafundi HSÍ í hádeginu.

Nánar er rætt við Jón Kristjánsson þjálfara Vals í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert