Kári: Stefnan að taka næsta skref

„Ég gleðst nú kannski fyrst og fremst yfir því að fólk telji okkur eiga heima í efri hluta deildarinnar í vetur. Það er svosem líka stefnan hjá okkur í vetur að taka næsta skref frá því sem við gerðum í fyrra,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Gróttu sem er spáð deildarmeistaratitlinum í Olís-deild kvenna í handbolta í vor, af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum liðanna í deildinni.

„Ég held að deildin verði jafnari núna en hún hefur verið oft áður. Það verða svona 4-5 lið sem munu slást um þennan titil og þessa bikara sem í boði eru. Þannig að á sama tíma og ég er mjög sáttur að okkur sé spáð þarna í efri hlutanum, þá held ég að þetta verði hörku keppni,“ saðgi Kári við mbl.is að loknum kynningarfundi HSÍ í hádeginu í dag.

Viðtalið við Kára má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert