Snorri Steinn í stuði

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. EPA

Snorri Steinn Guðjónsson var í miklum ham í kvöld þegar lið hans, Sélestat vann Istres á heimavelli, 35:30, í annarri umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var fyrsti sigur Sélestat í deildinni á leiktíðinni. 

Snorri Steinn skoraði 10 mörk í leiknum, þar af þrjú úr vítaköstum. Hann skoraði sjö mrök utan af velli úr ellefu skotum og nýtti öll þrjú vítaköstin sem hann tók.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk í sex skotum og var einu sinni vísað af leikvelli þegar Nimes tapaði á útivelli fyrir meistaraliðinu Dunkerque, 27:25. Nimes hefur unnið einn leik en tapað einum í deildinni fram til þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert