Þrá að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn

Heimir Óli Heimisson er kominn aftur til Hauka.
Heimir Óli Heimisson er kominn aftur til Hauka. mbl.is/Ómar

Haukar voru hársbreidd frá nánast fullkominni leiktíð í fyrra. Haukar urðu bikarmeistarar, deildabikarmeistarar, deildarmeistarar, en töpuðu svo fyrir ÍBV með aðeins eins marks mun í oddaleik í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Frá því í fyrra hafa tveir reynslumiklir leikmenn horfið á braut. Sigurbergur Sveinsson, einn besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, er farinn til Þýskalands og Elías Már Halldórsson til Akureyrar. Að öðru leyti halda Haukar að mestu kjarnanum frá því í fyrra. Þórður Rafn Guðmundsson er reyndar farinn til Noregs og línumaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hættur, aftur.

Haukar hafa hins vegar endurheimt línumanninn Heimi Óla Heimisson, reynslunni ríkari frá atvinnumennsku í Svíþjóð, auk þess að hafa krækt í hinn efnilega Vilhjálm Geir Hauksson og Selfyssinginn Janus Daða Smárason frá Danmörku.

Grein­ina í heild má sjá í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins sem í dag lýk­ur kynn­ingu sinni á liðunum í Olís-deild karla í hand­knatt­leik með um­fjöll­un um lið ÍBV og Hauka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert