Íris átti stórleik í stórum sigri Gróttu

Leikmenn Gróttu fagna sigrinum á HK í kvöld.
Leikmenn Gróttu fagna sigrinum á HK í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta, sem spáð er deildarmeistaratitli í Olís-deild kvenna í handknattleik, vann HK örugglega á heimavelli í kvöld í upphafsleik liðanna í deildinni á þessu keppnistímabili, 27:17, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.

Eftir nokkurt jafnræði í fyrri hálfleik þá tók Gróttan öll völd á leikvellinum fljótlega í síðari hálfleik og jók muninn smátt og smátt. Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í markinu og í framhaldinu fylgdi hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru sem ´hin eldsnögga Karólína Bærhenz Lárudóttir sá um að skora úr. 

Leikmenn HK áttu erfitt uppdráttar í sóknarleiknum gegn Íris og sterkri vörn Gróttu sem var undir stjórn Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur sem gekk til liðs við Gróttu í sumar eins og Karólína. M.a. brást leikmönnum HK bogalistinn í sex vítaköstum, þar af í fjórum í síðari hálfleik. 

Karólína var markahæst hjá Gróttu með sjö mörk. Eva Björg Davíðsdóttir skoraði fimm mörk og Anna Úrsúla og Anett Köbli skoruðu fjögur mörk hvor. 

Hjá HK var Sigríður Hauksdóttir markahæst ásamt  Valgerði Ýri Þorsteinsdóttur með fjögur mörk. Fanney Þóra Þórsdóttir skoraði þrisvar sinnum. 

Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu.
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert