Mosfellingar virðast vera til alls líklegir

Jóhann Gunnar Einarsson reynir að brjóta sér leið að marki …
Jóhann Gunnar Einarsson reynir að brjóta sér leið að marki Stjörnunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Aftureldingarmenn voru skrefi á undan nær allan leikinn gegn Stjörnunni í uppgjöri nýliðanna í Olís-deild karla í íþróttahúsinu að Varmá í gær. Lokatölur, 29:22, gefa þó ekki alveg rétta mynd af þróun leiksins því lengst var forskot Mosfellinga tvö til fjögur mörk. Afturelding var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14:10, eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk hálfleiksins á frekar auðveldan hátt.

Vissulega ber að varast að draga of miklar ályktanir af fyrsta leik liða í langri og strangri deildarkeppni. Þó verður ekki framhjá því litið að margt lofar góðu hjá Aftureldingu. Má þar nefna að Davíð Svansson virðist koma sterkur til leiks í markinu auk þess sem vörn Aftureldingar með „turnana“, Böðvar Pál Ásgeirsson, Hrafn Ingvarsson og Pétur Júníusson, í hjarta hennar er lítt árennileg. 

Nánar er fjallað um nýliðaslaginn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert