Selfoss skellti Hömrunum

Arnar Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Selfoss, fer vel af stað með …
Arnar Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Selfoss, fer vel af stað með Fjölni í 1. deildinni í handknattleik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Selfoss, Grótta og ÍH byrjuðu keppni í 1. deild karla í kvöld með því að vinna andstæðinga sína á heimavelli. Grótta skellti Þrótti með 15 marka mun, 33:18, á Seltjarnarnesi. Selfoss vann Hamrana örugglega á Selfossi, 29:20, og Fjölnir vann ÍH með fimm marka mun, 24:19, í íþróttahúsinu Dalhúsum.

Fjölnir var marki undir hálfleik, 10:11, eftir að hafa lent fimm mörkum undir fyrr í hálfleiknum.  Selfoss hafði hinsvegar sjö marka forskot í hálfleik í viðureign sinni við Hamrana. 

Mörk Selfoss: Sverrir Pálsson 8, Egidijus Mikalonis 7, Jóhann Erlingsson 5, Daníel Arnar Róbertsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Sævar Ingi Eiðsson 1, Ómar Vignir Helgason 1, Árni Geir Hilmarsson 1, Elvar Örn Jónsson 1, Guðjón Ágústsson 1.

Mörk Hamranna:  Arnór Þorsteinsson 7, Kristján Sigurbjörnsson 5, Arnór Gunnlaugsson 3, Birkir Guðlaugsson 2, Róbert Sigurðsson 1, Almar Bjarnason 1, Baldur Halldórsson 1. 

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 8, Brynjar Loftsson 5, Bjarki Lárusson 3, Sveinn Þorgeirsson 3, Breki Dagsson 2, Bjarni Ólafsson 1, Bergur Snorrason 1, Björgvin Páll Rúnarsson 1. 

Mörk ÍH: Þórir Bjarni Traustason 8, Stefán Tómas Þórarinsson 4, Guðni Siemsen 3, Bergur Elí Rúnarsson 2, Oliver Jóhannsson 1, Sigurður Þorgeirsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert