Nýliðarnir skelltu Valsmönnum

Mosfellingar eru í heimsókn hjá Valsmönnum í kvöld.
Mosfellingar eru í heimsókn hjá Valsmönnum í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Nýliðar Aftureldingar unnu í kvöld Val, 23:18, í Vodafone-höllinni  í annarri umferð Olís-deildar karla í handknattleik og hafa þar með fullt hús stiga eftir leikina tvo. Valur er með eitt stig.  Mosfellingar voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 12:10, eftir að hafa snúið leiknum sér í hag í síðari hluta hálfleiksins en Valsmenn voru með þriggja marka forskot, 8:5, þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.

Frábær vörn Aftureldingar og stórleikur Davíðs Svanssonar markvarðar lögðu grunninn að þessum sigri Mosfellinga. Þeir börðust eins og ljón í vörninni og héldu helstu skyttum Valsliðsins í skefjum. Það sem fór í gegnum vörnina varði Davíð oft og tíðum. Valsmenn léku ágæta vörn og Hlynur Morthens markvörður var þeirra besti maður.  Í sóknarleiknum áttu Valsmenn hinsvegar engin svör við svo  baráttuglöðum Mosfellingum.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu sem finna má hér að neðan ásamt tölfræði leiksins.

Valur 18:23 Afturelding opna loka
323. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert