Stjarnan hafði HK

Stjarnan náði í sín fyrstu stig í kvöld með sigri …
Stjarnan náði í sín fyrstu stig í kvöld með sigri á HK. Ljósmynd/Stjarnan

Nýliðar Stjörnunnar náðu í sín fyrstu stig í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar Garðbæingar lögðu nágranna sína úr Kópavogi í HK að velli, 27:26 í 2. umferð deildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðabæ. Stjarnan hafði fimm marka forystu í hálfleik, 13:8.

Andri Hjartar Grétarsson var markahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 7 mörk og Egill Magnússon skoraði 5 mörk, en hjá HK skoraði Þorgrímur Smári Ólafsson mest, eða 9 mörk. HK er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Mörk Stjörnunnar: Andri Hjartar Grétarsson 7, Egill Magnússon 5, Víglundur Jarl Þórsson 4, Þórir Ólafsson 4, Hilmar Pálsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Ari Pétursson 1, Starri Friðriksson 1.

Mörk HK: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Garðar Svansson 4, Þorkell Magnússon 4, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Daði Laxdal Gautason 1, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Guðni Már Kristinsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert