Óvænt en sanngjarnt

Hart barist í leik ÍBV og ÍR í gærkvöld.
Hart barist í leik ÍBV og ÍR í gærkvöld. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

ÍR-ingar unnu óvæntan en afar sanngjarnan sigur á ÍBV í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum. Lokatölur urðu 24:29 en ÍR-ingar komust strax í 0:2 og náðu Eyjamenn aldrei að jafna metin.

ÍR-ingar unnu óvæntan en afar sanngjarnan sigur á ÍBV í gærkvöldi þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum. Lokatölur urðu 24:29 en ÍR-ingar komust strax í 0:2 og náðu Eyjamenn aldrei að jafna metin. Gestirnir úr Breiðholtinu léku við hvurn sinn fingur, bæði í vörn og sókn á meðan ekki stóð steinn yfir steini í leik Íslandsmeistaranna.

ÍR-ingar léku fantagóða vörn í gærkvöldi og slógu leikmenn ÍBV algjörlega út af laginu. Lykilleikmenn ÍBV náðu sér engan veginn á strik og í raun náði enginn sér á strik í liði ÍBV, fyrir utan varamanninn unga, Hákon Daða Styrmisson, sem hleypti óvæntu lífi í leikinn á lokakaflanum. Þá skoraði hann þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í fjögur mörk, þegar fimm mínútur voru eftir. En félagar hans í Eyjaliðinu sáu um að sá litli neisti sem þar kviknaði var slökktur strax því í kjölfarið fylgdu tvær klaufalegar brottvísanir og eftirleikurinn var því ÍR-ingum auðveldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert