Sólveig: Mikið verk fyrir höndum

„Þetta var alveg skelfilega erfitt frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar eftir stórtap gegn Gróttu í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Leik liðanna lauk með 28:14-sigri Gróttu í Mýrinni í Garðabæ í kvöld.

„Mér finnst hópurinn okkar ekkert ungur. Það er fullt af stelpum í liðinu komnar yfir tvítugt og það er ekkert ungt í þessari deild. Við eigum greinilega bara heilmikla vinnu fyrir höndum. Við erum kannski ekki komnar eins lang og ég hélt,“ sagði Sólveig við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert