FH lagði Hauka í spennuleik

Haukamaðurinn Matthías Árni Ingimarsson og FH-ingurinn Ísak Rafnsson eigast við …
Haukamaðurinn Matthías Árni Ingimarsson og FH-ingurinn Ísak Rafnsson eigast við í leiknum í Kaplakrika í kvöld. mbl.is/Golli

FH-ingar hrósuðu sigri, 25:24, gegn grönnum sínum í Haukum þegar liðin áttust við í spennuleik í Kaplakrika í kvöld.

FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru 13:10 í leikhléi. Haukarnir komu sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeir náðu að jafna og komast marki yfir og eftir það var leikurinn í járnum en FH-ingar voru sterkari á endasprettinum. Ásbjörn Friðriksson skoraði 25. mark FH þegar skammt var til leiksloka en Árni Steinn Steinþórsson minnkaði muninn fyrir Hauka á lokasekúndu leiksins.

Mörk FH: Benedikt Reynir Kristinsson 8, Ásbjörn Friðriksson 7/3, Ragnar Jóhannsson 4, Ísak Rafnsson 3, Magnús Óli Magnússon 3.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 5, Brynjar Darri Baldursson 4.
Utan vallar: 8 mínútur

Mörk Haukar: Árni Steinn Steinþórsson 7/2, Adam Haukur Baumruk 6, Vilhjálmur Geir Hauksson 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Þröstur Þráinsson 2, Þórarinn Traustason 2, Heimir Óli Heimisson 1.
Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 13, Giedrius Morkunas 5.
Utan vallar: 6 mínútur

FH 25:24 Haukar opna loka
60. mín. Árni Steinn Steinþórsson (Haukar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert