Jón: Einföldu hlutirnir virkuðu best

„Það er klárlega léttir að vinna. Þetta leit nú ekkert nógu vel út fyrir okkur, allavega fyrri hluta leiksins. Þetta var stirt, en svo datt þetta í gang í smá tíma og það dugði til,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari Vals eftir fimm marka sigur Valsmanna á HK í Digranesi í kvöld, 27:22 í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þetta var fyrsti sigur Vals í deildinni í vetur.

„Vörnin small mjög vel síðustu mínúturnar og við fengum mörg hraðaupphlaup. Svo urðum við kannski líka aðeins áræðnari og minna hikandi í sókninni og það skilaði sér. Þetta voru í raun mjög einfaldur handbolti hjá okkur á þeim tíma. Þetta var ekki mjög flókinn liðs-handbolti á þeim tíma. Einföldu hlutirnir virtust virka best í dag,“ sagði Jón við mbl.is eftir leikinn í kvöld.

Viðtalið við Jón má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert