Torsóttur sigur Akureyrar

Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar.
Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Leikmenn Akureyrar handboltafélags þurftu að hafa mikið fyrir sigri á frískum Stjörnumönnum í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Gestirnir voru með yfirhöndina fyrstu 44 mínútur leiksins en lokaspretturinn var heimamanna sem unnu með fjögurra marka mun, 31:27. 

Stjarnan var fjórum til fimm mörkum yfir allan fyrri hálfleik og fram í þann síðari. Þá náðu heimamenn smátt og smátt að vinna upp forskot gestanna og vinna fyrsta heimaleik sinn á keppnistímabilinu.

Akureyringar hafa nú fjögur stig að loknum þremur leikjum en nýliðar Stjörnunnar tvö.

Sigþór Heimisson skoraði 11 mörk fyrir Akureyri og Heiðar Þór Aðalsteinsson var með níu. Egill Magnússon skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna og var markahæstur. Hilmar Pálsson kom næstur með fjögur mörk. 

Tomas Olesen, markvörður Akureyrar, var vel með á nótunum í leiknum og varði alls 18 skot.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is sem sjá má hér að neðan ásamt tölfræði leiksins. 

Viðtöl við leikmenn og þjálfara birtast á mbl.is síðari kvöld. Auk þess verður ýtarlega fjallað um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

Akureyri 31:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Akureyri tekur leikhlé Það hafa orðið mikil veðrabrigði í leiknum og allt bendir til þess að Akureyri fari með sigur að hólmi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert