Guðmundur og Róbert voru aðsópsmiklir

Róbert Aron Hostert skoraði fjögur mörk í kvöld fyrir Mors-Thy …
Róbert Aron Hostert skoraði fjögur mörk í kvöld fyrir Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/Siggfús G. Guðmundsson

Guðmundur Árni Ólafsson og Róbert Aron Hostert komu mikið við sögu hjá Mors-Thy í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Skjern í hörkuleik á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36:32.

Guðmundur Árni, sem hélt upp á 24 ára afmæli sitt í vikunni, skoraði fimm mörk og Róbert Aron skoraði fjórum sinnum. Róbert er kominn á ferðina með liðinu á nýjan leik eftir að hafa missti úr leiki vegna meiðsla. 

Mors-Thy hefur ekki farið nógu vel af stað í deildinni. Liðið hefur aðeins tvö stig eftir sex leiki og er í 13. sæti af 14 liðum deildarinnar. Skjern situr í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert