Björgvin með þrettán mörk í sigri ÍR

Björgvin Hólmgeirsson skoraði þrettán mörk fyrir ÍR í dag.
Björgvin Hólmgeirsson skoraði þrettán mörk fyrir ÍR í dag.

ÍR vann Fram, 26:22, í Olís-deild karla í handknattleik í Austurbergi í dag og er þar með í öðru sæti deildarinnar ásamt FH með fimm stig, stigi á eftir Aftureldingu sem er á toppnum.

ÍR-ingar voru yfir lengst af leiksins en Framarar sóttu hart að þeim þegar á leið síðari hálfleik. Svavar Ólafsson, fyrrverandi markvörður Fram, kom síðan sterkur inn á lokamínútunum. Hann lokaði markinu og lagði grunn að sigri ÍR, 26:22, sem var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11.

Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 13, Bjarni Fritzson 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 3, Davíð Georgsson 3, Jón Heiðar Gunnarsson 2, Kristinn Björgúlfsson 1.

Mörk Fram: Stefán Darri Þórsson 7, Stefán Baldvin Stefánsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Birkir Smári Guðmundsson 2, Þröstur Bjarkason 2, Garðar Benedikt Sigurjónsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert