Karen með fjögur í tapleik

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður franska liðsins Nice.
Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður franska liðsins Nice. mbl.is/Golli

Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar lið hennar, Nice, tapaði fyrir Issy, 31:24, á heimavelli Issy í París í gærkvöldi í efstu deild franska handboltans. 

Nice var sex mörkum undir í hálfleik, 14:8. Nice situr í 5. sæti deildarinnar en Issy er í sætinu fyrir ofan. 

Harve, liðið sem Ramune Pekarskyte landsliðskona leikur með, er í öðru sæti deildarinnar. Harve leikur í dag á heimavelli gegn Cercle Dijon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert