Sex marka sigur Hauka

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka. Ljósmynd/Jón Páll Vignisson

Haukar unnu í dag annan leik sinn í Olís-deild kvenna á þessari leiktíð þegar liðið vann Selfoss, 25:19, á Ásvöllum eftir að hafa verið með þriggja marka forskot í hálfleik, 14:11. Haukar eru þar með komnir í hóp efstu liða en Selfoss er í þriðja neðsta sæti með eitt stig.

Haukar - Selfoss 25:19 (14:11)

Mörk Hauka: Karen Helga Díönudóttir 7, Marija Gedroit 6, Viktoría Valdimarsdóttir 6, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Silja Ísberg 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1. 

Mörk Selfoss: Kristrún Steinþórsdóttir 4, Auður Óskarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2, Heiða Björk Eiríksdóttir 2, Elena Elísabet Birgisdóttir 1, Margrét Katrín Jónsdóttir 1, Kara Rún Árnadóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert