Grótta lagði KR í hörkuleik

Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu komst í hann krappann með sínum …
Gunnar Andrésson þjálfari Gróttu komst í hann krappann með sínum mönnum gegn KR í kvöld. Ómar Óskarsson

Grótta lagði KR í hörkuleik í 1. deild karla í handknattleik í kvöld 21:18, í KR-heimilinu. Staðan var jöfn í hálfleik, 10:10, eftir jafnan fyrri hálfleik.

KR-ingar byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og náðu um skeið þriggja marka forskoti, 13:10, sem þeir náðu meira og minna að halda fram yfir miðjan hálfleikinn, 15:13. Grótta jafnaði metin, 15:15, þegar ellefu mínútur voru til leiksloka og skoruðu síðan tvö mörk í röð, 17:15. Þá voru átta mínútur til leiksloka. Endaspretturinn var Gróttumanna sem fögnuðu þriggja marka sigri. 

Mörk KR: Eyþór Vestmann 6, Finnur Jónsson 4, Hermann Ragnar Björnsson 3, Arnar Jón Agnarsson 2, Jóhann Gunnarsson 1, Pétur Gunnarsson 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1. 

Mörk Gróttu: Kristján Karlsson 4, Viggó Kristjánsson 4, Þráinn Orri Hauksson 4, Friðgeir Atli Arnarsson 2, Hjalti Már Hjaltason 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Aron Valur Jóhannsson 1, Aron Heiðar Guðmundsson 1, Hreiðar Örn Óskarsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert