Lærisveinar Aron tóku Evrópumeistaranna í kennslustund

Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins og danska meistaraliðsins KIF Kolding.
Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins og danska meistaraliðsins KIF Kolding. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska meistaraliðinu KIF Kolding Köbenhavn tóku Evrópumeistara Flensburg í kennslustund í dag á heimavelli í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. KIF vann með 14 marka mun, 35:21, í leik þar sem Evrópumeistararnir voru aldrei með á nótunum.

Leikurinn sem fram fór að viðstöddum nærri 3.000 áhorfendum í Kolding á Jótlandi var einstefna frá upphafi til enda að hálfu heimamanna. KIF var með sex marka forskot í hálfleik, 19:13. 

Kasper Irming Andersen skoraði sjö mörk fyrir dönsku meistarana og Bo Spellerberg sex.  Daninn Anders Eggert skoraði átta mörk fyrir Flensburg og annar Dani, Thomas Mogensen var með fjögur mörk. 

Annað danskt lið, Aalborg, vann einnig góðan sigur á andstæðingum sínum í Meistaradeildinni. Aalborg lagði franska meistaraliðið Dunkerque, 26:21, í Frakklandi. Ólafur Gústafsson lék ekki með Álaborgarliðinu vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert