Rut með á nýjan leik

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, er komin á fullt …
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, er komin á fullt skrið á nýjan leik eftir 10 mánaða farveru vegna meiðsla. mbl.is/Golli

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, lék í kvöld sinn fyrsta leik með Randers síðan hún gekk til liðs við félagið í sumar. Hún skoraði tvö mörk þegar Randers vann HC Odense, 24:23, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. 

Rut hefur ekki tekið þátt í leik í dönsku úrvalsdeildinni síðan í nóvember í fyrra. Hún slasaðist á öxl á æfingu með íslenska landsliðinu um mánaðarmótin nóvember - desember á síðasta ári. Hún gekkst undir erfiða aðgerð í janúar og hefur síðan verið í endurhæfingu og uppbyggingu á öxlinni. 

Með sigrinum í kvöld er Randers komið upp í þriðja sæti deildarinnar.

Leikurinn var hnífjafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu sekúndu þegar markvörður Randers varði vítakast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert