Viðureign Rússa og Úkraínumanna seinkað

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Handknattleikssamband Evrópu hefur ákveðið að viðureign Rússa og Úkraínumanna í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram átti að fara 29. október verði ekki háð fyrr en í lok apríl á næsta ári. Þetta var ákveðið í ljósi þess að samskipti ríkjanna eru lítil um þessar mundir vegna stríðsátaka sem verið hafa á milli þjóðanna í austurhluta Úkraínu.

Leikurinn átti að fara fram í Chekhov. Hvort leikið verður þar í apríl lok er ekki víst á þessari stundu en EHF ætlar að vinna áfram með handknattleikssamböndum þjóðanna svo leikurinn geti farið fram.

Ráðgert er að síðari leikur Úkraínu og Rússa í riðlakeppninni fari fram 10. eða 11. júní í Úkraínu.

Með Rússum og Úkraínumönnum í riðli eru Ungverjar og Portúgalar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert