Bitvargur í franska handboltanum

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Króatíski handknattleiksmaðurinn, Marko Kopljar sem leikur með franska 1. deildarliðinu Chambéry, lét skapið hlaupa með sig í gönur í gærkvöldi þegar hann beit Benjamin Gille, leikmann PSG og samherja Róberts Gunnarssonar, í upphandlegginn í viðureign liðanna í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Kopljar fékk umsviflaust rautt spjald og á yfir höfði sér keppnisbann. Hann hefur ekki verið uppvís að þessu háttalagi áður. 

Atvikið sést á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert