Mín langerfiðustu meiðsli

Ólafur Bjarki Ragnarsson á ferðinni í landsleik.
Ólafur Bjarki Ragnarsson á ferðinni í landsleik. mbl.is/Ómar

„Ég var að vonast til að geta byrjað að spila í nóvember en ég þarf líklega að bíða fram í desember með það. Vonandi getur maður kíkt inn á völlinn snemma í desember. Það er orðið svolítið þreytandi að horfa bara á strákana spila,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, landsliðsmaður í handknattleik. Ólafur vonast til að geta spilað handbolta með liði sínu Emsdetten áður en árið er úti eftir að hafa verið frá keppni síðan í febrúar vegna krossbandsslita.

„Ég fékk svolítið bakslag um daginn, fékk aðeins í sinina fyrir framan hnéð, og gat ekki æft í 2-3 vikur. Ég fór í sprautu og var góður eftir það,“ sagði Ólafur Bjarki. Meiðslin hafa reynt á skyttuna bæði líkamlega og andlega eins og gefur að skilja.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert