Orðlaus þjálfari

Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Akureyrar, og Heimir Örn Árnason, þjálfari.
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Akureyrar, og Heimir Örn Árnason, þjálfari. Thorir O. Tryggvason.

Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, var bæði súr og smá skömmustulegur eftir að lið hans hafði tapað illa fyrir FH í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, 27:20, á heimavelli. Hann hefur eflaust þurft smá tíma til að melta leikinn enda hafði hann fátt bitastætt fram að færa.

„Hvað get ég sagt? Ég er bara orðlaus. Það er skandall hjá okkur að bjóða upp á svona leiki. FH liðið er gott en við bara gátum ekki neitt. Sissi (Sigþór Árni Heimisson) náði sér ekki á strik í kvöld og þá erum við bara í vandræðum í sókninni. Það hlaut að koma að því. Hann getur ekki átt stórleik í hverjum leik. Við erum allt of tens hérna á heimavelli og erum ekki að sýna okkar réttu hliðar.“ Svo mörg voru þau orð en þótt Sigþór hafi ekki átt sinn besta dag þá voru aðrir útispilarar eins og ferðamenn að bíða eftir að sjá norðurljósin, algjörir farþegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert