Patrekur: Auðvitað er þetta svekkjandi

„Þetta er eitt stig. Alveg sama hvernig ég lít á það eða einhverjir aðrir þá er það eitt stig, við verðum bara að sætta okkur við það. Við áttum auðvitað að klára leikinn og vorum í góðum séns með það. Við vorum klaufar, og niðurstaðan eitt stig og það verður maður bara að sætta sig við,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka eftir að jafnteflið gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik.

Haukar höfðu þriggja marka forskot þegar þrjár mínútur voru eftir en glutruðu forskoti sínu niður á síðustu sekúndunum.

„Allir leikirnir okkar hafa verið mjög jafnir, annað hvort jafntefli, unnið með einu eða tapað með einu. Auðvitað er þetta svekkjandi en svona er þetta bara. Þetta snýst um að koma sér í úrslitakeppnina. Það er alveg nógu erfitt að vera í efstu átta. Þetta er svo jöfn deild,“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert