„Pekingvörnin er orðin dálítið gömul“

Ragnar Jóhannsson
Ragnar Jóhannsson KRISTINN INGVARSSON

Daníel Matthíasson er tvítugur Akureyringur sem er nýr í herbúðum FH. Hann fékk samning við Fimleikapilta þegar hann hélt suður í háskólanám. Leiddist honum ekki í kvöld þegar FH rúllaði yfir lið Akureyringa í Olísdeild karla. Daníel er línumaður og hafði hann í nógu að snúast í leiknum.

„Við erum tveir að skipta línustöðunni á milli okkar. Mér gekk vel í kvöld og fékk því meiri spiltíma an vanalega. Það var gaman að koma á gamla heimavöllinn og mér var vel tekið af áhorfendum. Ég þekki liðsmenn Akureyrar vel en það var sérdeilis gaman að glíma við Sverre og Ingimund í þessum leik. Þeir eru reyndar orðnir aðeins eldri en á blómaskeiði Pekingvarnarinnar. Hún er satt að segja orðin dálítið gömul og menn eru komnir með lausnir gegn henni,“ sagði hinn kornungi Daníel hvergi banginn að skjóta á gömlu landsliðshetjurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert