HK lagði FH í Krikanum

Gerður Arinbjarnar skoraði 2 mörk fyrir HK.
Gerður Arinbjarnar skoraði 2 mörk fyrir HK. mbl.is/Ómar Óskarsson

HK gerði góða ferð í Kaplakrika í kvöld þegar liðið hrósaði sigri gegn FH, 25:22, í 5. umferð Olís-deildarkvenna í handknattleik.

HK konur höfðu undirtökin allan tímann en staðan eftir fyrri hálfleikinn var, 13:8. HK er með 6 stig í 4.-5. sæti deildarinnar en FH hefur 3 stig í 8. sæti.

Mörk FH: Aníta Mjöll Ægisdóttir 6, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 5, Steinunn Snorradóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Sara Kristjánsdóttir 2, Elín Ósk Jóhannesdóttir 1, Arnheiður Guðmundsdóttir 1.

Mörk HK: Þórhildur Braga Þórðardóttir 6, Hulda B. Tryggvadóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Natalía María Helen Ægisdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert