Mengun og brostnar vonir Akureyringa

Ísak Rafnsson var markahæstur FH í gærkvöld með 6 mörk.
Ísak Rafnsson var markahæstur FH í gærkvöld með 6 mörk. mbl.is/Golli

Það er dimmt yfir Akureyri þessa dagana. Mengunarský liggur yfir bænum dag eftir dag og handboltalið Akureyringa bregst áhangendum sínum í hverjum heimaleiknum á fætur öðrum. Í gærkvöld voru piltar frá 85 ára gömlu fimleikafélagi í Hafnarfirði í heimsókn hjá Akureyringum og fóru þeir létt með að innbyrða sigur gegn máttvana andstæðingum sínum. Leikurinn sem um ræðir var háður í Olís-deildinni í handbolta og lauk honum með 27:20 sigri FH-inga.

Aðeins á upphafsmínútum leiksins var jafnræði með liðunum. Síðan kom kafli þar sem FH-ingar tóku öll völd og heimamenn skoruðu ekki mark í 14 mínútur. Má segja að þar með hafi leik verið lokið því heimamenn sneru aldrei til baka. Í hálfleik var staðan 14:8.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fjallað er vel um leiki gærkvöldsins í Olís-deildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert