Guif áfram á kostnað SönderjyskE

Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk fyrir Guif í dag.
Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk fyrir Guif í dag. mbl.is/Andri Yrkill

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska liðinu Guif eru komnir áfram í EHF-bikarkeppni karla í handknattleik eftir eins marks sigur á danska liðinu SönderjyskE á útivelli í dag, 26:25, en um var að ræða síðari leik liðanna.

Guif vann fyrri leikinn með tveggja marka mun, 29:27, og kemst því áfram í þriðju umferð keppninnar. Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú marka Guif í dag, en markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson leikur einnig með liðinu. Í liði SönderjyskE er annar íslenskur markvörður, Daníel Freyr Andrésson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert