Gunnar: Fyrstu 15-20 mínúturnar skandall

„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir og missum einhver sjö, átta hraðaupphlaup. Sóknarlega í fyrri hálfleik þá vantaði okkar lykilmenn sem voru bara ekki með,“ sagði Gunnar Magnússon eftir  sex marka tap ÍBV gegn Valsmönnum í sjöundu umferð Olís-deildar karla í handknattleik.

Gunnar segir lykilleikmenn ekki hafa mætt til leiks í fyrri hálfeik og að sínir leikmenn hafi hreinlega ekki mætt tilbúnir í baráttuna.

„Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og engan veginn tilbúnir í þessa baráttu hérna. Fyrstu 15-20 mínúturnar var bara skandall af okkar hálfu og við vorum á hælunum. Við látum reka okkur út af fyrir klaufaleg brot og þegar það er rúmt korter búið af leiknum erum við búnir að vera í sex mínútur út af. Þá missum við frumvæðið í leiknum og þeir ná forystunn,“ sagði Gunnar.

Eyjamenn og Valsmenn höfðu sætaskipti í deildinni eftir leikinn en liðin voru jöfn að stigum. Valsarar eru í 5. sæti með níu stig en Eyjamenn í því 6. með sjö stig. Nánar var rætt við Gunnar í myndskeiðinu hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert