Hörður Fannar áberandi í jafntefli Aue

Hörður Fannar Sigþórsson spilaði sinn fyrsta leik með liði Aue …
Hörður Fannar Sigþórsson spilaði sinn fyrsta leik með liði Aue í dag. Morgunblaðið/Golli

Hörður Fannar Sigþórsson var áberandi með Íslendingaliðinu Aue í þýsku 2. deildinni í dag þegar liðið gerði jafntefli við Eintracht, 26:26, en þetta var annar leikur hans með liðinu eftir að hafa komið á dögunum frá liði Kyndli frá Færeyjum.

Línumaðurinn Hörður Fannar var næstmarkahæstur í liði Aue með fjögur mörk, en hann fékk að auki þrjár brottvísanir í leiknum, þá síðustu og þar með rautt spjald á lokamínútunni þegar allt var í járnum.

Sigtryggur Rúnarsson skoraði þrjú mörk og Árni Þór Sigtryggsson tvö fyrir Aue í leiknum auk þess sem Sveinbjörn Pétursson varði átta skot í markinu, en þjálfari liðsins er Rúnar Sigtryggsson. Liðið er í níunda sæti deildarinnar með níu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert