ÍBV úr leik í EHF-keppninni

Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari ÍBV ræðir við leikmenn sína..
Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari ÍBV ræðir við leikmenn sína.. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

ÍBV er úr leik í EHF-keppni kvenna í handknattleik eftir tap gegn ítalska liðinu Jomi Salerno, 34:25, í síðari leik liðanna sem fram fór á Ítalíu í dag en liðin áttust við á sama stað í gær.

Ítalska liðið vann einvígið samanlagt, 61:49.

Líkt og í gær var Jóna Sigríður Halldórsdóttir markahæst í liði ÍBV en hún skoraði 8 mörk í leiknum. Telma Amado skoraði 4 og þær Andrade Lopez og Elín Anna Baldursdóttir skoruðu þrjú mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert