Jón: Bjóst við þeim grimmari

„Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik hjá okkur. Við vorum grimmir í vörninni og markvarslan var ásamt sókninni. Það gekk allt mjög vel hjá okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari Valsmanna eftir góðan sex marka sigur á Eyjamönnum í dag í lokaleik sjöundu umferðar Olís-deildarinar.

„Ég bjóst við þeim grimmari. Við virkuðum allavega grimmari í leiknum í dag, “ sagði Jón aðspurður um Eyjamennina sem mættu ekki til leiks í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 17:9.

„Það var fyrst og fremst góður fyrri hálfleikur hjá okkur bæði í vörn og sókn. Leikplanið okkar gegn ágætlega upp,“ sagði Jón yfirvegaður.

Valsmönnum var spáð sigri í deildinni í ár en eru Valsmenn nú komnir á beinu brautina?

„Það er erfitt að segja. Þetta eru voðalega jafnir leikir. Flestir leikirnir sem við höfum verið að spila í deildinni hafa verið jafnir. Ég held að það sé svo sem ekkert bein braut framundan heldur bara vinna og verkefni,“ sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert