Gylfi með Fram gegn Valsmönnum

Gylfi Gylfason í leik með Haukum gegn Fram.
Gylfi Gylfason í leik með Haukum gegn Fram. mbl.is/Golli

Gylfi Gylfason hefur tekið fram handknattleiksskóna og mun spila með Fram næstu vikurnar í Olís-deildinni. Hann verður orðinn gjaldgengur með liðinu þegar það mætir Val í Safamýrinni á fimmtudagskvöld.

Gylfi, sem er örvhentur, hefur æft með Fram undanfarna daga og mun fylla í skarðið vegna meiðsla hjá Elíasi Bóassyni og Ólafi Ægi Ólafssyni sem hafa verið hægri skyttur liðsins. Gylfa er ætlað að leysa þá af hólmi en mun sennilega ekki spila áfram með Frömurum eftir að leikmennirnir hafa jafnað sig af meiðslum.

Gylfi lék síðast með Haukum en hætti vorið 2013 eftir farsælan feril hér heima og sem atvinnumaður.

Framarar hafa aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum tímabilsins í deildinni og eru í áttunda sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert